Sítruslanga

  • 800 gr langa

  • 1 og 1/2 sítróna

  • 1 og 1/2 appelsína

  • 3 hvítlauksrif ,skorin í þunnar sneiðar

  • 1 rauðlaukur, skorinn í báta

  • Svartur pipar (eftir smekk)

  • Vorlaukur, 4 stilkar skornir í litla bita

  • 1/2 rauður chili, skorinn í þunna hringi

  • Ca 1 dl eða 1/2 bolli ólífuolía

  • Sjávarsalt (eftir smekk)

Skerið löngu í hæfilega bita og setjið  í eldfast mót og marinerið með safa úr hálfri appelsínu, safa úr hálfri sítrónu, rauðlauk, pipar, salti, vorlauk, hvítlauk, chili og afganginum af sítrónu og appelsínu skornum í báta.

Marinerið í um 30 mínútur.

Hitið ofninn í 180ºC

Hellið ólífuolíunni yfir fiskinn og bakið í um 30 mínútur.

Slökkvið á ofninum og berið lönguna fram með jógúrtsósu og grænu salati.

Previous
Previous

Steinbítur með kasjúhnetum, hvítlauk, apríkósum & brædddum osti

Next
Next

Laxatartar