Hreinsandi Frækex “Pizzur”

  • 1 ½ bolli hörfræ @muna_himneskhollusta

  • 1 bolli af sesamfræjum

  • ½ bolli graskersfræ

  • ½ bolli sólblómafræ

  • ½ bolli af fínt sneiðum möndlum eða saxaðar fínt

  • 2 msk. Ítalinn @kryddhusid

  • 1 msk. óreganó

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 tsk. sjávarsalt

  • Smá af cayenne pipar eða svartur pipar

  • Ca 2 bollar af vatni

    -Leiðbeiningar : Öllu blandað vel saman í skál og látið bíða í 2-3 klst. eða þar til að blandan er vel klístruð saman. Hörfræin binda allt saman. Næst takið þið blönduna og þrýstið deiginu á bökunarpappírs klædda ofnplötu, ég nota alltaf auka bökunarpappír til að þrýsta “deiginu” vel niður og fá sem þynnsta kexið.
    Bakið eða þurrkið í ofni við 160 gráður í allt að 40 mínútur þar til kexið hefur þornað. Tékkið bara reglulega á því og gæti verið sniðugt að snúa því við eftir ca 30 mín. Það má gjarnan leika sér með kryddin í þessu kexi.

    Hér koma skemmtilegar kryddblöndur fyrir kexið og þá sleppið þið ítölsku blöndunni, oreganoinu og hvítlaukskryddinu og setjið:
    Kanil, engifer duft, salt og pipar
    Rósemarín, timjan, salt og pipar
    Karry, engiferjaduft, Túrmerik, salt og pipar

Hérna reif ég smá af ferskum Parmesan osti og bakaði síðustu 5 mínúturnar

Geymist vel í lokuðu íláti í nokkrar vikur

Previous
Previous

Naan brauð

Next
Next

Kókos & fræklasar