Gulrótar”köku” & bananabrauð

  • 3 þroskaðir bananar, maukaðir

  • 2 og 1/4 bollar haframjöl

  • 1/3 bolli akasíuhunang

  • 1/3 bolli kókosolía, brædd

  • 1/3 bolli hafrajógúrt frá Vera með vanillu & kókos

  • 2 stórar gulrætur, rifnar

  • 1/2 tsk vanilla

  • 2 tsk kanill

Forhitið ofninn í 180 gráður.

Blandið saman bönunum og haframjöli og maukið gróft með töfrasprota, hellið svo akasíuhunangi, kókosolíu, hafrajógúrt, gulrótum, vanillu og kanil og hrærið vel saman.

Hellið deiginu í brauðform, mér finnst gott að hafa bökunarpappír undir.

Bakið í 40-45 mínútur eða þar til tannstöngull sem þið stingið í brauðið kemur hreinn út.

Dásamlegt brauð eða eiginlega holl kaka sem er góð með smjöri, möndlusmjöri eða hrærðum rjómaosti með vanillu og smá sætu.

Previous
Previous

Kúrbíts- & hafrakubbar

Next
Next

Sítrónu- & vanillukaka