Bláberja & engifer þeytingur
1 bolli frosin bláber
1,5 bolli jurtamjólk eða mjólk að eigin vali
½ bolli frosið avókadó
1 msk Feel Iceland kollage duft
1 msk óbragðbætt hreint próteinduft að eigin vali
1- 2 döðlur, steinlausar
Safi úr 1 límónu
Vænn bútur, ferskt engifer, hreinsað
Setjið allt hráefnið saman í góðan blandara og blandið vel saman (ég mæli með Vitamix)
Hellið í fallegt glas og berið fram. Drekkið og njótið.