Steinselju, sellerí & sítrónuhreinsun
2 box af steinselju
Safi úr einni sítrónu
5 sellerístilkar
1 daðla steinlaus
700 ml vatn
Allt í góðan blandara
Talið er að steinselja sé mjög góð til þess að hreinsa líkamann, nýrun og lifrina.
Í steinselju finnst A og C-vítamín sem eru góð vítamín til að hreinsa líkamann. Á mörgum snyrtistofum er steinselja einnig notuð til meðferðar þar sem að C-vítamín er ekki aðeins góð næring fyrir húðina heldur getur vítamínið minnkað ör og bletti auk þess sem það örvar framleiðslu kollagens, sem er lykillinn að endursköpun fruma í líkamanum.