Þeyttur salatostur með Trönuberja salsa
Trönuberjasalsa er fallegt, bragðgott og dásamlega fallegt á veisluborðið.
200 gr fersk trönuber
1/4 bolli akasíhunang @muna_himneskhollusta
1/3 bolli döðlur saxaðar @muna_himneskhollusta
1/2 epli saxað smátt
1/2 box saxað basil @vaxa_iceland
1 msk kollagen duft @feeliceland
1/3 rautt chili, fræ fjarlægð, saxað smátt
1/4 bolli rauður laukur, saxaður smátt
1/2 tsk lime börkur
2 msk lime safi
1/2 tsk sjávar salt
Skolið trönuberin og fleygið þeim sem eru mjúk eða marin. Setjið trönuberin í matvinnsluvél og púlsið þar til þau eru fínsöxuð en ekki maukuð. Lika hægt að saxa þau með hníf.
Í meðalstóra skál, hrærið saman trönuberjum, sætu, döðlum, basil, kollagen, chili, lauk, lime börk, lime safa og salti.
Lokaðu og kældu í að minnsta kosti 30 mínútur, ég mæli með yfir nótt
Berið fram til dæmis sem toppur á þeyttum salat ost
Þeyttur salat ostur:1 krukka af laktósalausum salatost( hellið olíunni af) @arna_mjolkurvorur
1 msk laktósalaus grísk jógúrt @arna_mjolkurvorur
1-2 msk kollagen duft @feeliceland
Þeytið saman í blandara.
Dreifið úr á disk og setjið nokkra matskeiðar af trönuberjasalsa ofaná þeytta ostinn.
Dreipið smá góðri ólífuolíu ofaná og berið fram með góðu kexi.
Salsað geymist í nokkra daga í ísskáp
Hægt að setja ofaná ost og hita eða bera fram með geitaosti og ristuðu snittubrauði möguleikarnir eru margir með þetta frábæra salsa