Dásamlegt ananas carpaccio
1 ferskur ananas
Safi úr ½ límónu og rifinn börkur
½ box af fersku basil, saxað gróft
3-4 msk granateplafræ (má líka nota bláber eða vínber)
3 msk pistasíur, gróft saxaðar
1/6 ferskur chili, skorinn í þunnar sneiðar eða smá af þurrkuðum chiliflögur
2-3 msk sítrónuolía
2-3 anís stjörnur
Örlítið gróft sjávarsalt
Aðferð:
Skerið ysta lagið af ananasnum og skerið svo í þunnar sneiðar.
Raðið ananassneiðunum á stóran disk.
Skreytið svo með restinni með hráefninu með því í að dreifa því fallega yfir ananassneiðarnar.
Berið fram og njótið