Grillaðar blómkáls “steikur” með bleikri sósu
1 blómkálshaus
3-4 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif pressað
1/2 tsk grænmetisparadís (kryddblanda frá Kryddhúsinu)
Hvítlauks salt
Pipar
Skerið blómkálið í sneiðar eða „steikur“.
Setjið á bökunarpappírs klædda bökunnarplötu
Hellið ólífuolíu í litla skál, ressið hvitlauksrifið ofaní, hrærið og berið á blómkálið, kryddið.
Bakaðu blómkáls “steikurnar” í 200 gráðu heitum ofni í um 10-15 mínútur.
Snúðu svo við blómkálinu og bakaðu í 10-15 mínútur til viðbótar eða þar til blómkálið er orðið gullinbrúnt.
Græjaðu bleiku tahini sósuna og græna Spicy basil dressinguna á meðan.
Setjið smá grænt salat á disk og því næst bakaða blómkálið toppið með bleiku og grænu sósunum, smá sprettum og granateplafræjum
Bleik tahini sósa:2 miðlungs rauðrófur (ferskar og afhýddar)
1/2 bolli vatn
1/4 bolli Tahini (sesamsmjör)
2 msk ólífuolía
Safi af 1/2 sítrónu
1 msk akasíuhunang
1 hvítlauksrif
salt & pipar
Allt sett í góðan blandara og blandað vel saman
Spicy Basil dressing:1 box fersk basil
Smá fersk steinselja
Smá ferskt kóríander
Smá klettasalat
1 hvítlauks rif
skvetta af sítrónu
1,5 msk næringarger
3-4 msk chili kasjúhnetur
1/4 - 1/2 bolli vatn
2 msk ólífuolía
salt & pipar
Allt sett í góðan blandara og blandað vel saman