Gulrótarsalat með ristuðum kasjúhnetum

  • 4-5 gulrætur, flysjaðar í strimla eða rifnar á rifjárni

  • 3 msk sítrónuolía (elska Muna sítrónuolíuna)

  • 1/2 msk marokkóskt fiskikrydd (kryddblanda frá Kryddhúsinu)

  • Smá ferskt timían

  • 1 hvítlauksrif, pressað

  • 4 msk kasjúhnetur, ristaðar með salti, saxaðar gróft

  • Salt & pipar eftir smekk

Hellið öllu nema gulrótunum í skál og hrærið vel saman. Setjið svo gulræturnar saman við og hrærið aftur smá þar til að allt er vel blandað saman.

Dásamlegt salat - í gulrótum eru mjög mikið af mikilvægum næringarefnum sem eru mjög góð fyrir augun, húðina, tennurnar og meltingarveginn. Í einni gulrót er t.d. mikið magn af A-vítamíni, beta-carotene, andoxunarefnum og steinefnum.

Previous
Previous

Jarðarberja & basílikutómatsalsa

Next
Next

Misogljáð eggaldin