Marineraður rauðlaukur

  • 1 rauðlaukur ,skorinn í þunnar sneiðar á mandólíni

  • 1 bolli hvítt edik

  • 1 bolli vatn

  • 1 msk hrásykur

  • 1 msk sjávarsalt

  • 1 tsk rósarpiparkorn

Settu laukinn og piparkornin í krukku.

Hitið edik, vatn, sykur og salt í potti við meðalhita.  Hrærið þar til sykurinn og saltið eru búin að leysast upp, eftir um það bil 1 mínútu.  Látið kólna og hellið yfir laukinn. 

Setjið til hliðar og látið kólna niður í stofuhita, geymið síðan laukinn í ísskáp.

Svo fallegur og góður laukur út á salöt og bara með flestum mat.

Geymist í 4-6 vikur í ísskáp.

Previous
Previous

Grillaðar sætir kartöflubitar með parmesanhjúp

Next
Next

Kúrbítur, pera & Feykir