Belgískar vöfflur

  • 1 ½ bolli (130 grömm) hveiti eða haframjöl (set hafra í matvinnsluvél og geri “hafra hveiti “)

  • 2 tsk lyftiduft

  • ½ tsk salt

  • Smá kanill

  • ¾ bolli laktósafrí jógúrt með ab-gerlum

  • ¼ bolli + 1 msk brædd kókosolía eða 5 msk smjör, brætt

  • 2 stór egg

  • 2 matskeiðar hlynsíróp eða önnur sæta

  • 1 tsk vanilla

Settu vöfflujárnið í samband og hitaðu það vel.

Hrærið þurrefnunum saman í skál; hveiti/haframjöli, lyftidufti, salti og kanil. 
Í aðra skál, hrærið blautu hráefnin saman: jógúrt, brædda kókosolíu/smjöri, egg, hlynsíróp og vanillu.

Hellið blautu hráefnunum í þurrefnin.  Hrærið með sleif þar til þetta hefur blandast saman (deigið verður samt svolítið kekkjótt). 

Smyrjið járnið með kókosolíu/smjöri og steikið vöfflurnar þar til þær eru gullinbrúnar. 

Berið vöfflurnar strax fram. Þær eru mjög gómsætar með bláberjum/jarðarberjum og hunangi eða smá flórsykri.

Previous
Previous

Misogljáð eggaldin

Next
Next

Dásamlegur eplagrautur