Próteinrík brownie með hvítu súkkulaði og grískri jógúrt

Hér er próteinrík brownie með hvítu súkkulaði og grískri jógúrt – mjúk, saðsöm og fullkomin sem hollara nasl eða eftir æfingu

Innihald (ca. 9 stk)

  • 2 egg

  • 150 gr grísk jógúrt frá Arna

  • 50 gr möndlumjöl

  • 30 gr kakó

  • 40–60 gr sæta að eigin vali (td hunang, hlynsíróp )

  • 40 gr haframjöl eða meira möndlumjöl

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk vanilla

  • 40–60 gr hvítt súkkulaði, saxað

  • Smá salt

Aðferð:

Hitið ofn í 180°C. Þeytið egg og sætu létt saman. Bætið grískri jógúrt og vanillu út í.

Blandið þurrefnum saman og hrærið út í deigið. Hrærið hvítu súkkulaði varlega saman við. Hellið í lítið form (klætt bökunarpappír). Bakið í 18–22 mín – miðjan má vera örlítið blaut.

Kælið og skerið í bita.

Previous
Previous

Próteinríkar bollur

Next
Next

Piparköku banana muffins