Banana börkur með heimagerðu súkkulaði, döðlum & krönsi
Hér er afar einföld uppskrift að heimagerðu súkkulaði með kókosolíu, kakó og akasíuhunangi:
Heimagert súkkulaði:
100 g kókosolía (bræðið)
40-50 gr kakóduft
3–4 msk akasíuhunang (smakkaðu til)
Smá sjávarsalt
það sem þarf auka fyrir þessa uppskrift:
1 banani
1 bolli kornfleks
1/4 bolli döðlur saxaðar smátt
Byrjið á að gera súkkulaðið. Bræðið kókosolíuna varlega í vatnsbaði eða á lágum hita í potti.
Taktu af hitanum og hrærðu kakóduftinu út í, lítið í einu, þar til þú færð sléttan súkkulaðimassa.
Bættu akasíuhunanginu út í og hrærðu vel. Smakkaðu til eftir því hversu sætt þú vilt hafa súkkulaðið.
Skerið því næst bananann i sneiðar og raðið á bökunnarpappírs klæddan bakka sem passar í ykkar frysti- hrærið kornfleksi og döðlubitum ofaní súkkulaðið og hellið yfir banana sneiðarnar og frystið í nokkra tíma eða yfir nótt. Skerið í hæfilega bita og njótið