Bounty chia búðingur

Ef þú elskar kókos eins mikið og ég verður þú að prófa þennan, hann er saðsamur, með trefjum og chiafræin

Fyrir chia-búðinginn:

  • 1/2 dl chia gel*

  • 1/4 bolli kókosmjöl

  • 200 ml grísk jógúrt

  • 1–2 msk akasíuhunang eða önnur sæta

  • 1 tsk vanilla

  • smá salt


Fyrir súkkulaðilagið:

  • 30 gr brætt dökkt súkkulaði  og 1 tsk kókosolía

Hrærið búðinginn saman og bræðið súkkulaðið og kókosolíu og hrærið saman og hellið ofaná búðingin og dreifið smá auka kókosmjöli yfir súkkulaðið- setjið í ísskáp og lofið súkkulaðinu að harðna

Unaðslegur búðingur sem er þess virði að eiga inní í ísskáp og njóta þegar manni langar í eitthvað virkilega gott


*Chia gel :

  • 2 msk chia fræ

  • 1 dl vatn

Settu chia fræin og vatn í krukku, lokaðu krukkunni og hristu vel

Láttu standa í 5 mínútur og hristu aftur  (til að koma í veg fyrir kekki).

Settu í kæli og leyfðu að standa í um 15 mínútur. Geymist í kæli í 4-5 daga



Grísk jógúrt:

-Próteinrík: Inniheldur mikið prótein sem hjálpar til við vöðvauppbyggingu og gefur langvarandi mettun.

-Góð fyrir meltinguna: inniheldur probiotics (góðgerla) sem styðja við heilbrigða

þarmaflóru.

-Kalsíum: Styrkir bein og tennur.

Kókosmjöl

Trefjaríkt: Hjálpar við meltingu og gefur lengri mettun.

Miðlungs fitumagn: Inniheldur að mestu mettaðar fitusýrur (MCTs) sem líkaminn getur nýtt sem fljótlega orku.

3. Chia fræ

-Omega-3 fitusýrur: Gott fyrir hjarta- og æðakerfi.

-Trefjarík: Hjálpar meltingu og viðheldur blóðsykursstigi stöðugu.

-Inniheldur járn, kalsíum og magnesíum.

-Chia fræ þenja sig í vökva, sem gefur langvarandi mettun.

Previous
Previous

Next
Next

Súkkulaði og hnetusmjörsbúðingur