Súkkulaði og hnetusmjörsbúðingur

Ert þú ein/einn af þeim sem finnst áferðin á chiagraut ekki það besta ef svo er þá mæli ég með að þú prófir þessa uppskrift. Chiafræin eru rík af andoxun­ar­efn­um, víta­mín­um og steinefn­um. Rík­asta plöntu­upp­sprett­an af omega-3 fitu­sýr­um. Eru talin draga úr sykurlöngun, bæta meltinguna og bæta þrek og þol.

Búðingur:

  • ¼ bolli kakóduft

  • ¼ bolli chia fræ

  • 1 kúfuð msk hnetusmjör frá Muna

  • 2 bollar vatn

  • 3-6 döðlur, steinlausar frá Muna

Toppur:

  • ½ bolli laktósafrí grísk jógúrt, frá Arna

  • Smá vanilla

  • 1 msk akasíhunang frá Muna

Setjið allt fyrir búðinginn í blandara og blandið vel saman.

Setjið í glös/ krukkur.

Búið til vanillu jógúrtina með að hræra allt saman í skál. Setjið yfir búðinginn, toppið með smá auka hnetusmjöri og látið standa í kæli í að minnsta kosti eina klukkustund, eða enn betra yfir nótt.

Dásamlega "creamy" og ljúffengur búðingur 🤎

Next
Next

Súkkulaði Chia búðingur & kanil hafrar með banana