Súkkulaði Chia búðingur & kanil hafrar með banana
Hollur og trefjaríkur morgunverðar sem ég mæli hiklaust með að prófa.
Súkkulaði chia búðingur :
4 msk chiafræ
1 tsk kakóduft
100 ml möndlumjólk
kanil hafrar :
80 gr hafrar
2 msk laktósafrí grísk jógúrt
1/2 tsk kanill
100 ml möndlumjólk
1 banani, stappaður
Byrjið á því að búa til chia búðinginn: settu allt í krukku með loki og hrisstu vel saman, hrisstu nokkrum sinnum saman á nokkra mínútna fresti, þar til engir kekkir eru í og geymdu inn í ísskáp.
Blandið síðan höfrum, jógúrt, kanil og möndlumjólk saman og hrærið vel saman og látið liggja i nokkrar mínútur eða yfir nótt þar til hafrarnir eru búnir að sjúga vel í sig vökvann og úr er orðin þessi fíni hafragrautur.
Þegar þú ert tilbúin að setja saman í glös stappaðu þá einn banana.
Byrjaðu á súkkulaði chiagrautnum og settu smá í botninn á 2 glösum, settu kanill hafrana og því næst smá af stappaða banananum. Endurtaktu og toppaðu svo með örlítið af kanill.
Njóttu vel