Frábært epla "salat" með trönuberjum og valhnetum
Létt, sæt-súrt og stútfullt af hollum fitusýrum og trefjum. Frábært sem millimál, morgunverður eða jafnvel eftirréttur. Hvet ykkur til að prófa og sjá hvort þið elskið þetta “salat” eins mikið og ég
1 epli
150 gr létt grísk jógúrt eða venjuleg
1–2 msk döðlusýróp (eða önnur fljótandi sæta)
2 msk þurrkuð trönuber
2 msk saxaðar valhnetur
½ tsk kanil (valfrjálst)
Skerðu eplið í þunnar sneiðar með mandolíni eða saxaðu í litla bita.
Blandaðu saman grískri jógúrt, sætu og kanil í skál.
Hrærið eplið, trönuber og valhnetur út í jógúrtblönduna og blandaðu varlega. Setjið í tvö glös og skreytið með nokkrum valhnetum, trönuberjum og dropa af döðlusýrópi áður en borið er fram.