Dásamleg Haustsúpa
1-2 msk Ólífuolía
1 laukur (smátt saxaður)
2–3 hvítlauksrif (pressuð eða söxuð)
2 gulrætur (sneiddar smátt)
1 meðalstór sæt kartafla (í litlum bitum)
1 dós niðursoðnir tómatar (eða 2 ferskir, skornir)
1 msk fersk basilika (smátt söxuð)
1 msk fersk steinselja (smátt söxuð)
1 tsk þurrkað timjan
1 dós linsubaunir (valfrjálst)
1 msk Feel Iceland kollagen (valfrjálst fyrir auka prótein)
1 lítri grænmetissoð (eða vatn + kraftur)
Salt og pipar eftir smekk
Handfylli af baby leaves eða grænkáli (í lokin)
Hitið ólífuolíu í potti og steikið lauk og hvítlauk í um 2 mínútur eða þar til laukurinn er orðin glær. Bætið við gulrótum og sætri kartöflu, steikið í aðrar 2–3 mínútur.
Hellið tómötum, grænmetissoði, kollageni út í, ásamt linsubaununum
Láta sjóða í 15–20 mínútur, eða þar til grænmetið er mjúkt og baunirnar soðnar, í lokin setur þú fersku kryddjurtirnar og babyleaves. Smakkið til með salti og pipar.
Toppið gjarnan með fersku basil og ristuðum fræjum.