Dásamlega bragðgóð karrý grænmetissúpa með mangókeim
2 msk kókosolía
1 blaðlaukur, skorinn í litla hringi
2 hvítlauksrif
2 msk rautt karrýmauk
2 msk mangóchutney
2 msk tómatpúrra
Um 1 kg af blönduðu grænmeti til dæmis; sætri kartöflu, gulrótum, kúrbít, sellerí, tómötum og papriku
800 ml kókosmjólk
Biti af ferskum engifer (3-4 cm) eða 2 tsk engiferduft
1/2 ferskur chili (eða meira ef þið elskið sterkan mat)
1/2 lítri grænmetissoð
Salt & pipar
Toppið með fersku kóríander eða steinselju og smá sítrónu- eða ólífuolíu
Setjið kókosolíu í pott og bætið svo við blaðlauk, hvítlauk og karrýmauki og látið malla í 2-3 mínútur, bætið grænmetinu, tómatpúrru, mangóchutney og restinni af hráefninu út í og látið sjóða í um 20 mínútur. Maukið með töfrasprota og saltið og piprið eftir smekk.