Krydduð flauelsmjúk graskerssúpa
Hvað er dásamlegra a köldum haustkvöldum að fá sér heita og notalega kryddaða graskerssúpu !
Toppuð með ristuðum krydduðum valhnetum og ferskum kryddjurtum.
3 – 4 msk ólífuolía
4 bollar grasker afhýtt og skorið í meðalstóra bita (850 gr)
2 bollar gulrætur, skolaðar og skornar í meðalstóra bita (420g)
1 stór laukur, skorin í bita
1 tsk fennel fræ
1 tsk paprika
1 tsk cumin
1 tsk kanill
1/2 tsk chili flögur
4 bollar grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur (1 lítri)
salt og pipar, til að krydda
Forhitið ofninn í 180° gráður
Afhýðið og fræhreinsið graskerið og skerið svo í bita. Saxið gulrætur og lauk i svipaða bita.
Setjið skorna grænmetið á bökunnarklædda bökunarplötu.
Dreypið ólífuolíu yfir og stráið öllu kryddinu yfir grænmetið með klípu af salti og pipar. Bakið í ofni í 40-45 mínútur eða þar til allt er orðið meyrt og bakað.
Takið grænmetið úr ofninum og látið kólna aðeins.
Bætið einum lítra af vatni og grænmetiskrafti/kjúklingakrafti í góðan blandara og hellið bakaða grænmetinu út í og kveikið á og blandið í 3-4 mínútur eða þar til súpan er orðin silkimjúk og heit.
Hellið í skálar og toppið með ferskum kryddjurtum og nokkrum ristuðum valhnetum eða fræjum.