Grillaðar rauðrófur og sætar kartöflur með Tzatziki

  • 2 stk rauðrófur án hýðis og skornar í báta

  • 2 stk sætar kartöflur án hýðis og skornar í báta

  • 2-3 msk ólífuolía

  • 1 tsk fennelfræ

  • 1/4 tsk chiliflögur

  • salt & pipar

Blandið öllu saman á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í 180 gráðu heitum ofni í ca 25 mínútur

Á meðan grænmetið bakast í ofninum er tilvalið að gera sósuna klára.

Tzatziki

  • 1 bolli grísk jógúrt

  • 1 bolli fínt skorin agúrka, mér finnst óþarfi að afhýða eða fræhreinsa agúrkuna

  • 2 msk ólífuolía

  • 2 msk fersk mynta, söxuð

  • 1 msk safi frá ferskri sítrónu

  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður

  • 1  tsk cuminduft

  • ½ tsk fínt sjávarsalt

  • ½ tsk svartur pipar

  • Öllu blandað saman í skál

Takið grænmetið út úr ofninum og setjið á fallegan disk og berið fram með Tzatziki sósunni, skreytið með smá dilli.

Previous
Previous

Kryddjurta tahinidressing

Next
Next

Grænn og hreinsandi djús