Kryddjurta tahinidressing

  • 1/2 bolli tahinimauk (sesam smjör)

  • Safi úr 1/2 sítrónu

  • 3 msk. ólífuolía

  • 1 hvítlauksrif eða 1/2 tsk hvítlauksduft

  • 3/4 ​​bolli ferskar kryddjurtir (ég notaði hér kóríander, steinselju, myntu og basil)

  • 1/4 tsk chiliflögur ( má sleppa og nota svartan pipar í staðinn)

  • 1/2 tsk salt

  • 1 steinlaus daðla

  • 1/2 bolli vatn

Allt hráefnið sett í góðan blandara eða blandað saman með töfrasprota - ég nota oftast töfrasprotann þegar ég geri þessa dásamlegu dressingu. Þá nota ég bara stóra krukku og blanda öllu saman þar.

Gott er að nota ekki alveg allt vatnið til að byrja með heldur hella smá og smá í lokin og finna réttu þykktina á dressingunni fyrir þig.

Þessi dressing er dásamleg með flestum mat og tekur salatið þitt upp á næsta stig.

Previous
Previous

Grilluð tómat & basil súpa

Next
Next

Grillaðar rauðrófur og sætar kartöflur með Tzatziki