Grilluð tómat & basil súpa

  • 2 msk ólífuolía

  • 4 tómatar

  • Handfylli af kirsuberjatómötum

  • 1 hvítlauksrif

  • Salt og pipar

  • 450 ml tómat passata

  • Handfylli af basil

  • 500 ml grænmetiskraftur

  • 2 msk tómatpúrra

Fersku tómatarnir skornir gróft, kirsuberjatómatarnir, hvítlaukur, salt og pipar sett inn í 180 gráðu heitan ofn og bakað í 25-30 mínútur.

Þegar grænmetið er orðið gullið og tilbúið, kælið þá smá og setjið það ásamt rest í blandara og blandið þar til allt er orðið silkimjúkt.

Hellið í pott og hitið upp.

Toppið gjarnan súpuna með ferskum basil, ferskum svörtum pipar og ólífuolíu. Mér finnst líka frábært að bera súpuna fram með fersku súrdeigsbrauði og pestó.

Previous
Previous

Chia morgungrautur

Next
Next

Kryddjurta tahinidressing