Jólalegt salat með rauðkáli, rauðrófum & epli

  • 1/3 haus rauðkál

  • 1 epli

  • 2 rauðrófur ferskar

  • 1/2 pakki dill eða mynta, saxað gróft

  • 1/4 pakki graslaukur, saxað gróft

  • 5 msk laktósafrír sýrður rjómi frá Arna

  • ½ tsk fennel fræ

  • 1 msk hunang

  • nokkur korn af chili flögum

  • handfylli af kasjúhnetum, saxaðar smá handfylli af granateplafræjum, til að bera fram

Saxið rauðkálið smátt, rífið eplið og rauðrófuna niður.

Hrærið saman í skál sýrðum rjóma, fennel fræjum, hunangi, chili, salt og pipar. Því næst setjið þið rauðkál, epli, og rauðrófur út í sýrða rjómann og hellið svo söxuðum kasjúhnetunum, kryddjurtunum og granateplafræjunum ofaná salatið og berið fram.

Dásamlega ferskt og gott salat með nýjustu frábæru viðbótinni frá Arna, syrður rjómi sem passar einstaklega vel með þessu salati sem sómir sér einstaklega vel á veisluborðinu yfir hátíðarnar

Previous
Previous

Hátíðlegt fennel- og perusalat með sprettum, gráðost og piparkökum

Next
Next

Linsubaunasalat með marineruðu fetaosti