Linsubaunasalat með marineruðu fetaosti
Frábært linsubaunasalat með marineruðu fetaosti. Trefja og próteinríkt með linsubaunum, sólþurrkuðum tómötum og salati með frábærum kryddjurta marineruðu fetaosti. Nægilega saðsamt fyrir máltíð, en einnig sem fallegt meðlæti með hvaða rétt sem er.
1 meðalstór skarlottlaukur
1 hvítlauksrif
1 tsk. malað kóríander
1 bolli þurrkaðar grænar linsubaunir
1,5 bolli vatn
1 msk grænmetiskraftur
2 bollar saxað babyleaves eða annað gott salat, grænkál hentar líka vel
1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar, saxaðir gróft
nokkrir kirsuberjatómatar skornir í tvennt
nokkrar ristaðar möndlur
balsamikgljái (valfrjálst)
—-
Fetaostsmarinering með steinselju, salvíu & basil
110 g fetaostur
1 tsk. Appelsinu börkur + 2 msk. ferskur appelsinusafi
3 msk. fínt söxuð fersk steinselja
1 msk. fínt söxuð salvía
1 msk. fínt saxað basil
½ tsk chiliflögur (valfrjálst)
Nýmalaður svartur pipar
Skerðu eða myldu fetaostinn í kubba eða bita. Settu í krukku eða skál. Blandaðu saman ólífuolíu, sítrónu, hvítlauk og öllum fersku kryddjurtunum. Helltu marineringunni yfir ostinn – hann þarf að vera alveg hulinn.
Láttu standa í minnst 30 mínútur, en helst 2–12 klst í kæli.
Settu salatið saman með að setja allt saman í skál og dreiptu því magni af þessum frábæra marineraða fetaost út á og njóttu vel