Kínóa­sal­at með kjúk­linga­baun­um, myntu & pist­así­um

  • 1 1/​2 bolli soðið kínóa

  • 2 boll­ar ag­úrka, söxuð smátt

  • 1 bolli kjúk­linga­baun­ir, soðnar

  • 1/​3 bolli hreinn sal­atost­ur, mul­inn smátt

  • 1 búnt fersk stein­selja, söxuð smátt

  • 1/​2 búnt eða meira mynta, söxuð smátt

  • 1/​4 rauðlauk­ur, saxaður smátt

  • 1/​3 bolli saxaðar pist­así­ur

  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

Setjið allt hrá­efnið sam­an í stóra skál þegar búið er að saxa það og skera.

Útbúið síðan dress­ing­una, annaðhvort fyr­ir eða á eft­ir. 

Sal­at­dress­ing

  • 4 msk.ólífu­olía

  • 1 msk. epla­e­dik eða fersk­ur sítr­ónusafi

  • 1 msk. akasí­hun­ang

  • 1 hvít­lauks­geiri, pressaður eða smá hvít­lauks­duft

Aðferð:

Finnið til krukku með loki. Setjið allt hrá­efnið í krukk­una og hristið sam­an.

Hellið síðan yfir sal­atið og blandið vel sam­an í stórri skál. Berið fram og njótið með því sem hug­ur­inn girn­ist.

Next
Next

Hlaðið byggsalat með kryddjurtadressingu