Kínóasalat með kjúklingabaunum, myntu & pistasíum
1 1/2 bolli soðið kínóa
2 bollar agúrka, söxuð smátt
1 bolli kjúklingabaunir, soðnar
1/3 bolli hreinn salatostur, mulinn smátt
1 búnt fersk steinselja, söxuð smátt
1/2 búnt eða meira mynta, söxuð smátt
1/4 rauðlaukur, saxaður smátt
1/3 bolli saxaðar pistasíur
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Setjið allt hráefnið saman í stóra skál þegar búið er að saxa það og skera.
Útbúið síðan dressinguna, annaðhvort fyrir eða á eftir.
Salatdressing
4 msk.ólífuolía
1 msk. eplaedik eða ferskur sítrónusafi
1 msk. akasíhunang
1 hvítlauksgeiri, pressaður eða smá hvítlauksduft
Aðferð:
Finnið til krukku með loki. Setjið allt hráefnið í krukkuna og hristið saman.
Hellið síðan yfir salatið og blandið vel saman í stórri skál. Berið fram og njótið með því sem hugurinn girnist.