Járnríkt og einstaklega ferskt rauðrófusalat
• 2 meðalstórar ferskar rauðrófur
• ½ bolli granateplafræ
• 2 msk góð olífuolía
• Safi úr ½ sítrónu
• Salt og nýmalaður pipar eftir smekk
• Handfylli af ferskri steinselju, smátt söxuð
Aðferð:
Afhýddu rauðrófurnar og rífðu þær gróft eða skerðu í mjög þunnar sneiðar, ég notaði mandolín. Settu rauðrófurnar í skál og bættu granateplafræjum út í. Helltu olífuolíu og sítrónusafa yfir. Kryddaðu með salti og pipar. Bættu steinselju saman við og blandaðu saman.
Tips:
• Gott að láta salatið standa í 5–10 mínútur áður en borið er fram svo bragðið nái að blandast.
• Má bæta við fetaosti, ristuðum hnetum eða fræjum.
Fullkomið sem létt meðlæti eða ferskt næringarríkt salat
Rauðrófur - styðja við ferritín á náttúrulegan hátt
Granatepli - C-vítamín sem hjálpar líkamanum að taka upp járnið enn betur
Steinselja - fólat + andoxunarefni fyrir heilbrigt blóð og glóandi húð
Sítrónusafi - eykur upptöku og gefur ferskleika
Einfalt, bragðmikið, járnríkt - ofursalat