Unaðslegt vetrar salat
Þetta salat þurfa allir að prófa, fallegt og dásamlegt matar mikið salat með eplum, trönuberjum, sætum kartöflum og auðvitað nóg af grænu og fersku salati og sprettum.
4 bollar blandað salat frá VAXA (frábært að nota bayleaves blöndu og box af klettasalati)
2 epli skorin í þunnar sneiðar
1 sæt kartafla skorin í litla bita og bökuð í ofni á 200 gráðum í 20 mínútur, kryddið með chili flögum, salti og skvettu af ólífuolíu og bakið þar til bitarnir eru vel gylltir, lofið aðeins að kólna.
1/4 bolli saxaðar valhnetur eða pekanhnetur
1/4 bolli þurrkuð trönuber
1/4 bolli graskersfræ
1 box sprettur frá VAXA
Epla og sinneps dressing ( sjá uppskrift neðar)
Setjið salat blöndu fyrst raðið svo fallega eplaskífunum yfir salatið, stráið sætukartöflubitunum, hnetunum, trönuberjum og graskerfræjum yfit toppið með dressingu og í lokin toppið salatið með sprettum til að fullkomna þetta salat.
Epla og sinneps dressing:
1 msk eplaedik
3 msk ólífuolía
1/2 msk Dijon-sinnep
1 msk hunang eða sæta að eigin vali
Salt og pipar eftir smekk
Hrærið öllu vel saman í skál og hellið yfir salatið