Mangósalsa með myntu & ristuðum kasjúhnetum

  • 2 mangó, flysjuð og skorin í litla bita

  • 1 límóna, safi og börkur

  • 4 msk ristaðar kasjúhnetur

  • Handfylli myntublöð, söxuð gróft

  • 1/3 rauður chili, saxaður fínt

  • 2 msk marineraður rauðlaukur

  • Handfylli klettasalat

  • 2 msk sítrónuolía

  • Salt & pipar

    Öllu blandað saman í skál og hrærið vel, kælið ca 10-15 mín í kæli áður en þetta frábæra og ferska salsa er borið fram. Frábært meðlæti með krydduðum og grilluðum mat.

Previous
Previous

Ítalskt salat

Next
Next

Ristað brokkolí með hvítlaukschiliolíu og kryddjógúrtsósu